Gunnar Smári skrifar:
Hörður Kristjánsson skrifar um kvótakerfið í Bændablaðið: „Samfara samdrætti í sjávarútvegi á Vestfjörðum fylgdi samdráttur í rekstri þjónustufyrirtækja, uppsagnir og fólksflótti eins og tölur Hagstofunnar sýna. Það þýddi líka að íbúar urðu fyrir umtalsverðri eignaupptöku vegna hruns í verði fasteigna. Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga urðu gjaldþrota af þessum sökum. Má sannarlega líkja þessu við efnahagslegar hamfarir í fjórðungnum. Engri neyð var þó lýst yfir vegna þessara áfalla og fólkið sjálft var látið taka á sig þann skell. Það sama hefur gerst í fjölmörgum sjávarplássum víðar á landinu.“