- Advertisement -

Kvótagreifarnir með þingmenn og þingflokka á fóðrum

Til hvers eru stjórnmálaflokkar nema til að þjóna sínum kjósendum og almenningi í landinu!

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Stjórnmálaflokkar á Alþingi sem segjast aðhyllast jöfnuð eiga ekki að bíða eftir því að kraftmiklir rannsóknarblaðamenn upplýsi um alla spillinguna sem viðgengst í stjórnmála-og viðskiptalífinu á Íslandi. Þeir eiga að ráða til sín fólk til þess að rannsaka mál. Af hverju er Samfylkingin ekki búin að ráða kunnáttufólk til að rannsaka Samherjamálið í þaula? Til hvers eru stjórnmálaflokkar nema til að þjóna sínum kjósendum og almenningi í landinu! Samherjamenn mútuðu ráðherrum í fátækum Afríkulöndum. Hafa þeir notað sömu aðferðir hér á landi og ef svo er hverjir eru það sem hafa þegið mútur af Þorsteini Má og co.? Hvers vegna hafa auðmennirnir í útgerðinni komist upp með að eignast nánast skuldlaust verðmætustu auðlind þjóðarinnar? Hvernig liggja þræðirnir? Hverjar eru persónur og leikendur?

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar var einn af gestum Gunnars Smára í meðfylgjandi þætti, Rauða borðið, á Samstöðinni í gær. Þar talaði hún um að það væri svo gott að hafa kraftmikla blaðamenn til að benda á spillinguna. Svona eins og Kveikur gerði um allt sukkið í sjávarútveginum. Bíddu, en hvers vegna í ósköpunum notar Samfylkingin ekki hluta af þeim ríflegu fjárframlög sem flokkurinn fær úr ríkissjóði til að komast að sannleiknum og vinda ofan í spillingunni? Þannig er hægt að flýta því ferli að arðurinn muni loksins renna til eigenda sinna. Til almennings í landinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði hefur sagt að það gangi ekki að Alþingi brjóti gegn þjóðarviljanum ár eftir ár. Hann bendir á að skýringin sé augljós. Eða að kvótagreifarnir séu með þingmenn og þingflokka á fóðrum. Hann segir að það þurfi að kortleggja ferillinn og rekja slóðina. Og það er kjörið verkefni fyrir flokka á Alþingi sem segjast vilja breyta kvótakerfinu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: