Stjórnmál

„Kveinið bara og farið í öll þau setuverkföll sem ykkur sýnist“

By Miðjan

February 11, 2025

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku- og auðlindaráðherra sparaði sig hvergi í gærkvöld:

En þá segi ég: Kveinið bara og farið í öll þau setuverkföll sem ykkur sýnist.

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur mun stöðva kjaragliðnun launa og lífeyris því það er réttlætismál.

Og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur mun tryggja þjóðinni aukna hlutdeild í arðinum af auðlindum – vegna þess að við eigum þessar auðlindir saman.

Þetta er réttlætismál en líka liður í því að koma jafnvægi á rekstur ríkisins eftir óstjórn síðustu ára.

Ábyrg hagstjórn og aukin framleiðni í atvinnulífi eru forsenda þess að við getum sótt fram í velferðarmálum og passað betur hvert upp á annað.

Þetta er það leiðarstef sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur eftir.

Þess vegna tökum við til í ríkisrekstrinum. Þess vegna vinnum við gegn fákeppni og greiðum fyrir samkeppni. Þess vegna leysum við strax Hvammsvirkjunarmálið með lagasetningu og einföldum leyfisferla orkumála. Þess vegna munum við rjúfa kyrrstöðu í samgöngumálum og koma þjóðhagslega arðbærum framkvæmdum af stað.

Allt í þágu vaxtar og verðmætasköpunar, til þess að stækka kökuna og styrkja velferðina.

Um þetta er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur mynduð og breytingarnar byrja strax.“