Guðni Ölversson skrifar:
Það virðist ekki vera nóg að búið sé að taka ákvörðun um að flytja Ólaf Helga frá Keflavík til ráðuneytis í Reykjavík. Nú kvartar Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum út af ummælum sem Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, lét um hana sjálfa falla í gærkvöld. Helgi Magnús hefur verið umdeildur en ég get ekki ímyndað mér annað en að hann hafi eitthvað til síns máls þegar hann leggur til að allt æxlið, sem leynist á löggustöðinni í Keflavík, sé skorið burt í stað þess að sneiða aðeins Ólaf Helga úr því. Einhvern veginn held ég að það sé ekki nóg fyrir Öldu Hrönn að kyrja „Get off of My Cloud“ og halda að þá sé málið leyst.