- Advertisement -

Kvartaði undan Ásmundi Einari

„Maður lendir á vegg þegar maður talar við heilbrigðisráðherra og jafnréttis- og félagsmálaráðherra um Hugarafl. Þetta er spurning upp á líf og dauða. Þetta er fólk sem er mikið veikt,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, ósáttur með Ásmund Einar Daðason.

Guðmundur Ingi nýtti tækifærið, þegar hann og Katrín Jakobsdóttir skiptust á í ræðustóli að tala um fjármálaáætlunina, til að benda henni á samskiptin við Ásmund Einar.

„Ég segi fyrir mitt leyti: Við verðum að tryggja að það sem búið er að byggja upp, Hugarafl og geðheilsuteymi, verði ekki raskað. Við verðum að sjá til þess. Það skiptir engu máli hvað við ætlum að byggja góð teymi í kringum það, það á ekki að rífa niður annað gott á meðan,“ sagði hann.

Guðmundur Ingi notaði líkingar í máli sínu: „Það væri eins og ef við værum að fara að byggja nýjan spítala við Hringbraut og af því að hann væri svo góður byrjuðum við að rífa strax spítalann í Fossvogi. Svoleiðis vinnum við ekki. Þetta gildir sérstaklega um fólk sem getur illa varið sig. Við erum að tala um illa veikt fólk. Það á ekki að þurfa að standa í því að berjast fyrir tilverurétti sínum vegna þess að búið er að finna leið sem það vinnur sjálft að til þess að bjarga sér.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Katrín svaraði þingmanninum engu hvað þetta varðar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: