Ljósmyndari Fréttablaðsins myndaði borgarfulltrúa við að matast. Myndirnar voru teknar gegnum glugga. Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, var mest áberandi á myndinni
„Að vera mynduð úr launsátri af blaðaljósmyndara Fréttablaðsins var ákveðin reynsla,“ segir Kolbrún.
„Myndin tengist nýbirtum matarkostnað á borgarstjórnarfundum og er myndin birt af Fréttablaðinu og vísi.is til að láta borgarfulltrúa líta illa út. Ljósmyndarinn vildi taka myndir í matsal í Ráðhúsinu en var meinað aðgengi,“ segir hún og telur skaðlaust hefði verið að leyfa myndatöku í matsal þegar borgarfulltrúar og starfsmenn sátu að snæðingi.
„Þá hefði ljósmyndarinn ekki þurft að leika Gluggagægi til að sækja myndefni í tengslum við fréttir úr Ráðhúsinu. Auðvitað eru takmörk þegar kemur að myndatöku sem fólk er ómeðvitað um. Það kann að vera álitamál að einhverju leyti hvar draga á þau mörk? Í þessu tilfelli var vissulega um athöfn daglegs lífs að ræða og sem átti sér stað á vinnustaðnum. Þessu tengt finnst borgarfulltrúa vel þess virði að skoða hvort óþarfa hindranir séu þegar kemur að aðgengi að borgarfulltrúum og jafnvel óþarfa bönn,“ segir Kolbrún.
Hún nefnir nýlegt dæmi þegar áheyrendum í Ráðhúsinu voru ávíttir fyrir að klappa og hótað að ef það endurtæki sig, yrði þeim vísað á dyr. „Klapp er ein birtingarmynd tjáningar og þótt klappað sé stöku sinnum á pöllunum þá skaðar það varla. Markmiðið borgarstjórnar hlýtur að vera að tryggja gegnsæi og aðgengi í samræmi við upplýsinga- og persónuverndarlög að sjálfsögðu.“
Pawel Baroszek, forseti borgarstjórnar, hefur kvartað formlega við Fréttablaðið.