- Advertisement -

Kúvending Vinstri grænna

Stjórnarskrárfélagið:

Í ályktun landsfundar VG sem birt var í gær eru mörg atriði talin upp sem flokkurinn vill ná fram. Þar er líka að finna nýja stefnu flokksins um stjórnarskránna. Þar segir: „Halda þarf áfram endurskoðun stjórnarskrárinnar. Löngu er tímabært að ný ákvæði um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd hljóti afgreiðslu Alþingis en einnig þarf að ráðast í tímabærar breytingar á öðrum köflum. Endurskoða þarf mannréttindakafla stjórnarskrárinnar meðal annars með hliðsjón af réttinum til menntunar, heilbrigðis og lífsviðurværis.“ Það er áhugavert að bera þetta saman við stefnu flokksins í sama máli árið 2017 því þá var hún þessi:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„NÝ STJÓRNARSKRÁ

Ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs.“

Kúvending?

Eftir þetta kjörtímabil þyrfti það svo sem ekki að koma neinum á óvart að VG vilji ekki nýju stjórnarskrána.

Ef kjósandi vill leggja áherslu á að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2012 um að leggja nýju stjórnarskrána til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands, ætti hann því ekki að ráðstafa sínu atkvæði til VG.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: