- Advertisement -

Kulnun – hvað gat Katrín gert?

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Það sem gæti verið góðs viti í ríkisstjórninni er mögulega að Svandís sé komin inn í sjávarútvegsráðuneytið en fyrirfram má búast við því að hún láti ekki þrönga sérhagsmuni ráða, þrátt fyrir að gera megi ráð fyrir að svigrúmið sem henni sé gefið sé ekki mikið. 

Það blasti við að mikil þreyta var komin í stjórnarsamstarf Vg, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins og var komin fram hávær krafa um að koma Guðmundi Inga úr umhverfisráðuneytinu og Samherjaráðherranum úr stjórnarráðinu.   

Í Alþingiskosningunum var niðurstaðan sú, annars vegar að stjórnin hélt meirihluta sínum og hins vegar að bæði Sjálfstæðisflokkur og Vg töpuðu fylgi á meðan Framsókn vann á.   

Þrátt fyrir kulnun og verkkvíða fráfarandi ríkisstjórna, þá var ákveðið að halda samstarfinu áfram og virðist fyrst og fremst hafa ráðið þar för, þörf formanns Vg á að vera sem oftast í miðju myndarinnar óháð því fyrir hvað hún stæði. Formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafa eflaust talið það ódýrara að gefa sviðsljósið eftir í stað þess að þurfa að semja um einhver málefni við aðra flokka. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er einkum þrennt sem er áhugavert við nýjan stjórnarsáttmála og verkaskiptingu stjórnarráðsins en það er: 

  1. Hve framtíðarsýn sem hann boðar er óljós og illa rökstudd. 
  2. Breytingar á stjórnarráðinu virðast fyrst og fremst endurspegla aukið fylgi Framsóknarflokksins en ekki þarfir almennings. 
  3. Samtök atvinnulífsins virðast hafa skrifað heilu kaflana í stjórnarsáttmálann og virðast augljóslega eiga meiri aðkomu að gerð hans en almennur þingmaður í stjórnarflokkunum. 

Hvernig sem á það er litið þá gengur uppskipting ráðuneytanna þvert á alla leiðarvísa um breytingu á skipulagsheildum hvort sem um er að ræða í einka- eða opinbera geiranum. Í þeim öllum er lögð áhersla á skýr markmið og framtíðarsýn auk góðs undirbúnings og skipulags.   

Ný verkaskipting ráðuneyta skortir alla málefnalega umræðu, gagnrýni og rök, t.d. að háskólastarf sé aðskilið frá öðru fræðslustarfi og sett inn í draumaráðuneyti Áslaugar Örnu þ.e. iðnaðarráðuneytið. Sama má segja um að orkumálin séu komin inn í umhverfisráðuneytið og að skipulagsmálin séu komin út úr ráðuneyti umhverfismála. 

Hvernig stendur á því að sameina eigi á ný Samkeppniseftirlitið og Neytendastofu, en sú starfsemi var aðskilin fyrir um 15 árum, þegar Samkeppnisstofnun var skipt upp. Textinn sem er að finna í stjórnarsáttmálanum um sameiningu Samkeppniseftirlits og Neytendastofu er mjög mótsagnakenndur m.a. talað um að draga eigi úr regluverki og hins vegar að efla eigi starfsemina?  Það er ekki úr vegi að rifja það upp að Samkeppnisstofnun var klofin upp á sínum tíma vegna afskipta stofnunarinnar af olíusamráðsmáli olíufélaganna.  Nú á að slá þessum stofnunum saman á ný og það er ljóst að sú krafa er ekki komin frá neytendum heldur miklu frekar frá Samtökum atvinnulífsins.   

Það blasir einnig við að kaflinn um vinnumarkaðsmál í stjórnarsáttmálanum er á sömu nótum og boðskapur SA…

Það blasir einnig við að kaflinn um vinnumarkaðsmál í stjórnarsáttmálanum er á sömu nótum og boðskapur SA á umliðnum misserum. 

Það sem gæti verið góðs viti í ríkisstjórninni er mögulega að Svandís sé komin inn í sjávarútvegsráðuneytið en fyrirfram má búast við því að hún láti ekki þrönga sérhagsmuni ráða, þrátt fyrir að gera megi ráð fyrir að svigrúmið sem henni sé gefið sé ekki mikið. 

Svo má búast við að Willum Þór geti létt andrúmsloftið á ríkisstjórnarfundum og aðstoði liðið við það að lomast út úr kulnuninni með því að auka á jákvæð gefandi samskipti m.a. með teygjuæfingu og léttri hreyfingu áður en gengið verður til dagskrár á fundum nýrrar stjórnar. 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: