- Advertisement -

Kúkur í matinn – aftur og aftur

Ole Anton Bieltvedt.

Ole Anton Bieltvedt, stofn­andi og formaður Jarðar­vina, skrifar yfirlitsgrein í Mogga dagsins. Þar fer hann yfir þau áföll sem Katrín Jakobsdóttir og flokkur hennar hafa orðið fyrir í stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Samt þráir Katrín ekkert heitar en halda samstarinu áfram. Hér er sá kostur valinn að birta alla greinina:

„Katrín Jak­obs­dótt­ur og aðrir for­ystu­menn Vinstri grænna tala nú fjálg­lega um það að fara aft­ur í sömu rík­is­stjórn, sama rík­is­stjórn­ar­sam­starfið, eft­ir kosn­ing­ar, ef úr­slit leyfa. Hef­ur Katrín blessuð og þetta ann­ars á ýms­an hátt ágæta fólk virki­lega ekk­ert skilið og ekk­ert lært síðustu fjög­ur árin?

Ger­ir það sér enga grein fyr­ir því, hví­lík hörm­ung­ar­ganga þetta rík­is­stjórn­ar­sam­starf hef­ur verið fyr­ir Vinstri græna og þeirra stefnu og hví­lík sneypu­för þetta í raun hef­ur verið? Eða, held­ur það kannski að það geti bara klórað yfir stór­fellt ár­ang­urs­leysið, hvað varðar stefnu- og bar­áttu­mál Vinstri grænna, og látið eins og upp­gjöf og ósig­ur, nán­ast yfir alla mál­efnalín­una, sé í raun sig­ur­ganga og flott­ur ár­ang­ur?

Þú gætir haft áhuga á þessum
Einmitt.

Hval­veiðar

„Lands­fund­ur Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, hald­inn á Sel­fossi 23.-25. októ­ber 2015, leggst ein­dregið gegn hval­veiðum við Íslands­strend­ur. Við veiðarn­ar er beitt ómannúðleg­um veiðiaðferðum til að viðhalda áhuga­máli ör­fárra út­gerðarmanna. Háum upp­hæðum af op­in­beru fé hef­ur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhuga­menn um hval­veiðar. Nú er mál að linni.“

M.a. út á of­an­greint skýrt stefnu- og bar­áttu­mál Vinstri grænna studdu nátt­úru- og dýra­vernd­un­ar­sinn­ar flokk­inn í kosn­ing­un­um 2017.

En, ef að lík­um læt­ur, voru Vinstri græn­ir rekn­ir öf­ug­ir til baka með þetta bar­áttu­mál sitt í samn­ing­un­um um stjórn­ar­sam­starfið.

Sjálf­stæðis­menn og Fram­sókn gera lítið með það, þó að verið sé að ofsækja, skjóta og sprengja þessi háþróuðu spen­dýr, sem eru friðuð nán­ast um all­an heim, í tætl­ur – fullþroskaðir kálf­ar í móðurkviði meðtald­ir – og láta ekki ein­hverja komma vaða uppi með slíkt.

Vinstri græn­ir létu vænt­an­lega þessi svik við sjálfa sig og kjós­end­ur sína góð heita, gegn lof­orði sjálf­stæðismanna og Fram­sókn­ar um fram­gang annarra mála, svo sem þjóðgarðs, auk­inn­ar vernd­ar villtra dýra og fugla, svo að ekki sé talað um nýju stjórn­ar­skrána og lofts­lags­vernd.

Við verðum að vera til­bú­in í mála­miðlun til að kom­ast í stól­ana, kann Katrín að hafa hugsað og sagt.

5. júlí 2019 veitti svo rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur um­fangs­mestu leyfi til hval­veiða, sem sög­ur fara af, þar sem drepa mátti 2.130 dýr á tíma­bil­inu 2019-2023.

Hug­ur­inn kynni hér hjá sum­um að hvarfla til Júdas­ar Íska­ríot.

Þjóðgarður

Í stjórn­arsátt­mála stend­ur m.a.: „Stofnaður verði þjóðgarður á miðhá­lend­inu“. Þetta hefðu Vinstri græn­ir kannski átt að fá fyr­ir að gefa eft­ir hvalafriðun. En fengu þau það? NEI. Hér virðast sjálf­stæðis­menn og Fram­sókn hafa hlaup­izt und­an merkj­um, beitt und­an­brögðum, þegar til kast­anna kom.

En Katrín virðist hafa kyngt þeirri niður­stöðu með sínu al­kunna brosi á vör. Mik­il eft­ir­láts­semi það.

Annað mál er það, að í flest­um lönd­um – alla vega þar sem nokk­ur menn­ing rík­ir og menn eru með al­vöru ráðstaf­an­ir – er þjóðgarður friðað svæði fyr­ir öll dýr sem þar búa og allt líf­ríki svæðis­ins. En hér átti bara að friða „gras, urð og grjót“; öll dýr­in voru und­an­skil­in. Þau hefði mátt veiða og drepa á fullu áfram.

Dýra­vernd

„End­ur­skoða þarf lög­gjöf um vernd, friðun og veiðar á villt­um fugl­um og spen­dýr­um,“ seg­ir í stjórn­arsátt­mála.

Kannski var þetta líka hluti af hrossa­kaup­um. En stóðst þetta atriði þá? NEI, al­deil­is ekki. Komst aldrei úr nefnd. Sama rauna­sag­an

Stjórn­ar­skrá­in

„Rík­is­stjórn­in vill halda áfram heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar…“ seg­ir líka í stjórn­arsátt­mála. Náðist þetta mikli­væga atriði í stjórn­arsátt­mála þá fram? NEI. Botn­inn datt úr þessu líka.

Hér fóru sjálf­stæðis­menn og Fram­sókn und­an í flæm­ingi, og sat formaður Vinstri grænna/​for­sæt­is­ráðherra uppi með frum­varp, sem „sam­herj­arn­ir“ vildu ekki sjá eða heyra og varð að engu. Hví­lík sneypa.

Lofts­lags­vernd

Vinstri græn­ir hafa talað mikið um sinn frá­bæra ár­ang­ur í þess­ari rík­is­stjórn í lofts­lags­vernd. Í huga und­ir­ritaðs ork­ar það ekki tví­mæl­is, að hér vildu Vinstri græn­ir gera vel, en því miður verður ekki und­ir það tekið að hér hafi náðst ár­ang­ur sem hrópa má húrra fyr­ir.

10. sept­em­ber 2018 boðaði rík­is­stjórn­in til blaðamanna­fund­ar þar sem ekki mættu færri en sjö ráðherr­ar, og þótt­ust nú bæði sjálf­stæðis­menn og Fram­sókn allt í einu vera orðnir græn­ir. Víst kunna þeir að hafa verið orðnir það, ef þeir hafa ekki verið það all­an tím­ann, en í ann­arri merk­ingu þess orðs.

6,8 millj­arða skyldi setja í aðgerðir í lofts­lags­mál­um næstu fimm árin. 1,4 millj­arða á ári. Auðvitað var þetta gott mál, allt er betra en ekk­ert, en það vildi svo til að sömu dag­ana og rík­is­stjórn­in blés í sína lúðra með þetta mál voru frétt­ir í gangi um það að setja ætti 120 millj­arða í flug­stöð í Kefla­vík á næstu árum.

Auðvitað var það þetta fínt átak með flug­stöðina, gott inn­legg í ferðaþjón­ust­una, en lítið varð úr „stór­felldu átaki“ rík­is­stjórn­ar í lofts­lags­mál­um.“

Það gengur aldeilis eftir sem Drífa Snædal spáði þegar ríkisstjórnin var mynduð.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: