Málið á að snúast um að eitt sem þeir sögðu og hvernig þeir hugsa. Yfirklór um eitthvað allt annað er hreint út sagt galið.
Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:
Það er erfitt að finna rétt lýsingarorð yfir háttalag þeirra þingmanna Miðflokksins sem teljast til Klausturhópsins. Orðvant fólk á erfitt með að finna orð sem hæfir framgöngu þingmannanna. Sjálfum er illa við að uppnefna fólk eða nota og stór orð. Ljótasta sem ég get sagt um annað fólk, er að það sé annaðhvort kúkalabbar eða drulludelar. Einu má gilda hvort orðið er notað í þessu tilfelli. Bæði eru ljót. Einungis ljót orð ná yfir þingmennina.
Fyrirlitlegur er orðið sem Eiríkur Rögnvaldsson notar yfir háttalag þessara þingmanna Miðflokksins.
Einu mun gilda hversu mikla peninga þeir nota til að reyna að dreifa eigin orðum, í von um að þinna ósómann út, að þeir eiga aldrei og munu aldrei ráða við Báru Halldórsdóttur. Bakland hennar er traustar, fjölmennara og kröftugri en þeirra getur nokkurn tíma orðið. Leikurinn er tapaður. Auðvitað.
Málið á að snúast um að eitt sem þeir sögðu og hvernig þeir hugsa. Yfirklór um eitthvað allt annað er hreint út sagt galið.
Í stað þess að iðrast, eða hið minnsta að þykjast iðrast, er það eina sem þeir gátu gert. Nei, þess í stað auka þeir eigin vanda með hverju asnasparkinu á eftir öðru.
Miðflokksmennirnir réðust að fólki, meiddu það og særðu. Ekki bara stutta stund. Jafnvel um alla framtíð. Þeir eru annað hvort eða hvoru tveggja, drulludelar að kúkalabbar.