Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar:
Vissu þið þetta um veiðileyfagjöldin? Skoðum fimm punkta sem ég hef fundið út:
- 1. Veiðileyfagjöld síðasta árs dugðu ekki einu sinni fyrir þeim kostnaði sem hið opinbera verður fyrir við að þjónusta greinina.
- 2. Annar samanburður sem ég fann einnig út, var að veiðileyfagjaldið var þá orðið svipað hátt og útvarpsgjaldið og það var jafnvel orðið lægra en tóbaksgjaldið.
- 3. Stangveiðimenn greiddu hærri veiðileyfagjöld fyrir veiði sína í ám og vötnum heldur en stórútgerðin greiddi fyrir aðgang sinn að einum bestu sjávarauðlindum jarðar…sem þjóðin á samkvæmt lögum.
- 4. Krónutala veiðileyfagjalds hefur lækkað um 58% á þremur árum og sé litið á kjörtímabilið nemur lækkunin um þriðjung.
- 5. Veiðileyfagjöldin sem þjóðin (eigandi auðlindarinnar) fær, eru lægri en arðurinn sem rennur í prívat vasa útgerðarmannsins.
Hér er stuttur ræðubútur um þetta grundvallaratriði sem mér finnst skipta ansi miklu máli.