Krónan kostar 160 milljarða aukalega
Þorsteinn Víglundsson skrifar: „Heimilin borga 100 milljarða aukalega í vexti á ári vegna krónunnar. Það samsvarar 100 þúsund á mánuði fyrir fjögurra manna fjölskyldu.
60 milljarða aukakostnaður íslenskra fyrirtækja skilar sér síðan í hærra vöruverði en ella. Þetta er aðeins hluti af kostnaði okkar fyrir óstöðuga örmynt.
Kostir krónunnar eru fáir að því er virðist. Einn helsti kostur hennar að mati sérfróðra er einstök geta hennar til að falla með reglulegu millibili og rétta þannig kúrs þegar léleg hagstjórn stjórnvalda hefur komið okkur í vandræði. Er það 160 milljarða króna virði?“