- Advertisement -

Krónan hefur lækkað gagnvart flestum gjaldmiðlum

Gunnar Smári skrifar:

Krónan hefur sveiflast þetta ár sem liðið er frá því að fyrsti Íslendingurinn greindist með cóvid, en það á við um alla gjaldmiðla. Dollar kostar í dag nánast það sama og fyrir ári, reyndar örlítið minna, á meðan krónan hefur lækkað um 9,8% gagnvart evru. Sem þýður auðvitað að dollarinn hefur fallið um 9,8% gagnvart evru.

Því er oft haldið fram hérlendis af þeim sem tilheyra því sem kalla mætti hina popúlísku miðju, þ.e. fólk sem stundar lýðskrum um eina töfralausn á öllum málum (oftast ESB og evru) að óstöðugleiki fylgi íslensku krónunni en ekki öðrum gjaldmiðlum. Ef Ísland hefði verið tengt Bandaríkjadollar síðustu tólf mánuði hefði það engu breytt, en ef Ísland hefði verið tengt evru hefði verð fyrir íslenskan útflutning lækkað um 10% í samanburði við innlent verðlag, innfluttar vörur hækkað að sama skapi og verðlag á landinu gagnvart ferðafólki (ef það væri til yfir höfuð).

En til að sýna gengissveiflur á þessari undarlegu tíð, sem verið hefur hér síðasta árið, þá hefur krónan lækkað gagnvart þessum gjaldmiðlum:

  • Ástralíudalur: -19.0%
  • Ný-Sjálenskur dalur: -16.7%
  • Sænsk króna: -15.5%
  • Dönsk króna: -10.3%
  • Evra: -9.8%
  • Norsk króna: -9.8%
  • Búlgarskt lef: -9.7%
  • Króatísk kúna: -8.0%
  • Kínverskt júan: -8.0%
  • Sterlingspund: -7.9%
  • Tævanskur dalur: -7.4%
  • Suðurkóreskt vonn: -7.2%
  • Tékknesk króna: -6.6%
  • Svissneskur franki: -6.3%
  • Kanadadalur: -6.2%
  • Pólskt slot: -5.3%
  • Singapúrskur dalur: -4.8%
  • Ísraelskur sikill: -4.6%
  • Suður-Afrískt rand: -4.2%
  • Taílenskt bat: -3.8%
  • Ungversk forinta: -3.2%
  • Japanskt jen: -2.2%
  • Hong Kong dalur: -0.4%


En hækkað gagnvart þessum gjaldmiðlum:

  • Sádi-arabískt ríal: +0.1%
  • Bandaríkjadalur: +0.1%
  • Indversk rúpía: +2.0%
  • Mexíkóskur pesi: +5.4%
  • Jamaískur dalur: +9.3%
  • Rússnesk rúbla: +10.5%
  • Tyrknesk líra: +16.5%
  • Brasilískt ríal: +18.5%
  • Nígerísk næra: +25.4%
  • Súrinamskur dalur: +47.2%

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: