Stjórnmál

Krónan er uppspretta óstöðugleika

By Miðjan

May 11, 2021

„Ég hef lagt áherslu á að það þurfi að skoða hver sé rót vanda þess sem við eigum oft við að etja og tel ótvírætt að hann tengist gjaldmiðlinum, sem er uppspretta óstöðugleika,“ sagði Jón Steindór Valdimarsson Viðreisn á Alþingi.

„Það höfum við margoft reynt. Hér kom fram að krónan væri mjög góð til að hjálpa okkur í gegnum áföll. Krónan hjálpaði okkur ekki við að koma í veg fyrir að 25.000 Íslendingar yrðu atvinnulausir. Krónan hjálpaði okkur ekki til að koma í veg fyrir 8% verðbólgu. Verðbólga hér er hærri en í nokkru öðru Evrópulandi. Atvinnuleysi jókst hér meira en í nokkru öðru Evrópulandi og þótt víðar væri leitað. Margar þjóðir eru mjög háðar ferðamennsku eins og við Íslendingar. Það kostaði líka verulega sneið af gjaldeyrisforða Íslendinga að styðja við krónuna. Engu að síður, þrátt fyrir allt þetta stöðugleikatal og hversu vel hafi tekist til með krónuna, hefur krónan sveiflast mjög mikið á undanförnum árum og það eru miklar sveiflur á krónunni þrátt fyrir allt. Gengi krónunnar hefur breyst og nú er verið að boða það að gengi krónunnar muni styrkjast. Þannig að gengi krónunnar hefur áhrif hér á Íslandi. Það er klárt mál.“