- Advertisement -

Krónan er til mikils óþurftar

Efnahagsmál Þröstur Ólafssoon hagræðingur skrifaði fína grein í Vísbendingu. Hluta hennar er hægt að lesa hér:

„Íslenska krónan er ekki bara þjóðlegur gjaldmiðill. Hún er í hugum margra ekkert síður tákn fullveldis. Það er ein af skýringum þess hve ósnertanleg hún er, þótt ekki fari það fram hjá flestum að hún sé til mikilla óþurfta fyrir efnahag landsins, afkomu fólks og þjóðlíf. Meðan viðskiptin við útlönd voru háð leyfum og opinberir aðilar athafnasamir við verðmyndun á íslenskum útflutningsvarningi, lék krónan algjört aukahlutverk. Í okkar alþjóðlega markaðsbúskap er krónan hins vegar í aðalhlutverki, án þess að hafa burði til að gegna því. Hún þarf að vera kjölfesta sem athafna- og fjármálalífið snýst um en ekki öfugt eins og hún gerir nú. Og vandi þjóðarinnar er ekki sá að finna leið til að laga krónuna að breyttu umhverfi, því það er kelduleið en ekki krókur. Krónan er einfaldlega of lítill gjaldmiðill. Hún skröltir inn í of stóru skapalóni. Í öflugu og vaxandi efnahagslífi, við alþjóðlegt fjármálafrelsi og baráttu um samkeppnishæfni á erlendum mörkuðum er krónan klafi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: