- Advertisement -

Krónan er fyrir auðmenn en ekki almenning

Mjög deildar meiningar um ágæti íslensku krónunnar. „Það er eins og maður sé að vega að lóunni þegar maður efast um gildi krónunnar.“ „Það er eins og maður sé að vega að lóunni þegar maður efast um gildi krónunnar.“

Ágúst Ólafur Ágústsson.

„Krónan er fyrir auðmenn en ekki almenning. Það er eins og maður sé að vega að lóunni þegar maður efast um gildi krónunnar,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi fyrir skömmu.

Hann sagði orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sýna svart á hvítu hvaða hagsmunum ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur berst fyrir. „Það eru hagsmunir stórfyrirtækja og banka og auðmanna en ekki almennings og venjulegra fyrirtækja í landinu. Það er mikilvægt að það liggi fyrir þjóðinni hvað þetta varðar.“

Bjarni sagði hins vegar: „Ég held að krónan hafi verið að sinna hlutverki sínu mjög vel, bæði í hruninu þegar samkeppnishæfni landsins gerbreyttist nánast á einni nóttu og eins núna. Það hefði verið til skaða ef krónan hefði ekki styrkst við þær breytingar sem eru að verða.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ágúst Ólafur segir að íslenskur almenningur og þorri íslenskra fyrirtækja þurfi að búa við krónuna og fylgifiska hennar sem eru háir vextir og verðtrygging. „Á meðan geta stórfyrirtæki og auðmenn kosið skjól annarra gjaldmiðla á sama tíma og þeir njóta góðs af háum vöxtum og verðtryggðu fjármagni.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: