- Advertisement -

Króna á móti krónu skerðingin nær ekki til allra

Steinunn Þóra: „Bótaflokkurinn sérstök framfærsluuppbót er einmitt bótaflokkur sem á að tryggja að enginn fari niður fyrir ákveðna framfærslu og það er, eins og ég sagði, í sjálfu sér mikilvægt, þ.e. að tryggja afkomu þeirra sem hafa engar aðrar tekjur sér til framfærslu.“

„Það er mikilvægt að ræða kjör öryrkja og fólks með skerta starfsgetu. Það er þekkt staðreynd að það að lifa með fötlun eykur jafnframt líkurnar á því að lifa í fátækt. Þess vegna eigum við að ræða þessi mál hér,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vg, í umræðunni um stöðu öryrkja.

Steinunn Þóra er ekki samt svo neikvæð á stöðuna.

„Mér finnst mikilvægt í þessari umræðu að draga það fram og benda á að ekki eru allir greiðsluflokkar almannatryggingakerfisins sem hafa krónu á móti krónu skerðingu en hafa einhver skerðingarhlutföll þó. Kerfið er gríðarlega flókið og það eru ólík skerðingarhlutföll á ólíka greiðsluflokka og það er eitt af því sem við viljum ná fram með breytingum á almannatryggingakerfinu, að einfalda kerfið en hafa það samt réttlátt og sanngjarnt. Þar er tvennt sem mér finnst gríðarlega mikilvægt að leggja áherslu á, þ.e. að tryggja kjör þeirra sem hafa eingöngu greiðslur úr almannatryggingakerfinu sér til framfærslu en jafnframt að hafa kerfið þannig að þeir sem hafa starfsgetu geti tekið þátt á vinnumarkaði og notið ávinningsins af því.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og enn birtir til, að mati þingmannsins.

„Bótaflokkurinn sérstök framfærsluuppbót er einmitt bótaflokkur sem á að tryggja að enginn fari niður fyrir ákveðna framfærslu og það er, eins og ég sagði, í sjálfu sér mikilvægt, þ.e. að tryggja afkomu þeirra sem hafa engar aðrar tekjur sér til framfærslu.“

Staðreyndir eru samt til staðar.

Að því sögðu vil ég segja að ég tel fráleitt að hafa krónu á móti krónu skerðingu á þeim bótaflokki vegna þess að það vinnur einmitt gegn því að fólk sem fær þessa tegund greiðslna geti bætt afkomu sína.“

Skerðingin nær ekki til allra, segir Steinunn Þóra.

„Við þurfum að hafa þetta í huga, það fá ekki allir krónu á móti krónu skerðingu. Við verðum að tryggja að allir hafi ákveðnar lágmarksgreiðslur og við verðum að hafa kerfið þannig að það auki atvinnuþátttöku og sé hvati til þess.“

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: