- Advertisement -

Kristrún varar við glundroða til hægri

Við vit­um að Sjálf­stæðis­flokk­ur hef­ur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á hinn al­menna mann frá ár­inu 2013.

Kristrún Frostadóttir.

„Sam­fylk­ing­in vill velta við hverj­um steini og byrja á til­tekt í efsta lag­inu með fækk­un ráðherra og ráðuneyta,“ segir í Moggagrein Kristrúnar Frostadóttur.

Hér kemur svo kaflinn um hvernig vextir verði negldir niður:

„Svona negl­um við niður vext­ina með Sam­fylk­ingu.

Við vit­um að Sjálf­stæðis­flokk­ur hef­ur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á hinn al­menna mann frá ár­inu 2013. Þar hef­ur ekk­ert breyst þó að nú sé reynt að lofa gulli og græn­um skóg­um. En stjórn­mála­menn sem segj­ast geta lækkað skatta og skorið hratt og mikið niður, á sama tíma og þeir lofa bættri þjón­ustu, auk­inni fjár­fest­ingu og lægri skuld­um – og um leið hríðlækk­andi verðbólgu og vöxt­um – þeir eru ekki að segja satt. Enda væri það of þægi­legt til að geta verið satt.

Val­kost­irn­ir í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um eru skýr­ir. Ann­ars veg­ar er glundroðastjórn til hægri – sem er ekki ávís­un á neitt nema áfram­hald­andi halla­rekst­ur og óstjórn í efna­hags- og vel­ferðar­mál­um.

Hins veg­ar er val um nýtt upp­haf og sterka rík­is­stjórn með Sam­fylk­ingu sem negl­ir niður vext­ina og verðbólg­una. Það er ör­ugg­asta leiðin til að lækka kostnað heim­ila og fyr­ir­tækja og hefjast handa við að laga Ísland.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: