- Advertisement -

Kristrún fær kalda sendingu að norðan

…ásamt þeim sem reka fyr­ir­tæki í öðrum og öfl­ugri gjald­miðli og til­heyra ekki nema að litl­um hluta hinu ís­lenska efna­hags­svæði.

Ragnar Sverrisson.

Hinn ötuli kaupmaður, Ragnar Sverrisson í JMJ á Akureyri, sendir Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar kalda sendingu. Ragnar er félagi í Samfylkingunni og baráttumaður fyrir upptöku evru og aðildar að Evrópusambandinu. Hann er ósáttur við að Samfylkingin hafi sett þessi mál í geymslu. Ragnar þykir sem ekki sé gott að ræða þessi mál. Látið sem umræðan geti klofið þjóðina.

„Nú hef­ur okk­ar ágæti formaður í Sam­fylk­ing­unni klappað þenn­an sama stein og tel­ur ekki tíma­bært að ræða upp­töku stærri gjald­miðils vegna þess að það myndi kljúfa þjóðina. Gall­inn við þessa kenn­ingu er sá að þjóðin er nú þegar klof­in í herðar niður í af­stöðunni til þessa mál­efn­is og því engu að tapa,“ skrifar Ragnar í nýrri. Moggagrein.

„Ann­ars veg­ar eru fjöl­breyti­leg­ir sérrétt­inda­hóp­ar sem hafa komið sér vel fyr­ir í kerf­inu ásamt þeim sem reka fyr­ir­tæki í öðrum og öfl­ugri gjald­miðli og til­heyra ekki nema að litl­um hluta hinu ís­lenska efna­hags­svæði. Hins veg­ar eru svo þeir sem reka minni og meðal­stór fyr­ir­tæki auk ein­stak­linga á skuldaklafa ís­lenskra banka. Þetta ástand lýs­ir þverklof­inni þjóð sem verður því aðeins ein sam­stæð heild að sömu leik­regl­ur gildi fyr­ir alla.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bragð er að þá barnið finn­ur.

Þess vegna hef­ur aldrei verið nauðsyn­legra en nú að ræða al­var­lega um þá mögu­leika sem fel­ast í því að taka upp evr­una og ganga að fullu í ESB. Marg­ir hafa bent á að við náum ekki nokkr­um tök­um á efna­hags­stjórn þessa lands með minnsta gjald­miðil í heimi sem flýt­ur eins og korktappi um út­hafið og trygg­ir ekki þann stöðug­leika sem ná­grannaþjóðir okk­ar inn­an ESB búa við. Þetta hafa vask­ir verka­lýðsfor­ingj­ar nú viður­kennt og kalla fyr­ir hönd sinna um­bjóðenda eft­ir al­vöru­um­ræðu um kosti þess að tengj­ast stærri gjald­miðli. Bragð er að þá barnið finn­ur.

Það kæmi því ekki á óvart ef verka­lýðsfé­lög­in tækju þetta brýna mál­efni upp við gerð næstu kjara­samn­inga. Þar með opnuðust nýir mögu­leik­ar til að skapa stöðug­leika í þjóðfé­lag­inu og forða þjóðinni frá því að klofna end­an­lega í tvo ólíka hópa sem eltu grátt silf­ur næstu ár og ára­tugi.

Því er brýn nauðsyn að fá nú þegar hlut­laust mat virtra sér­fræðinga á því hvaða áhrif það hefði fyr­ir ís­lensk­an al­menn­ing og rekst­ur fyr­ir­tækja ef evr­an yrði tek­in upp og landið gengi að fullu í ESB.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: