- Advertisement -

Kristján Þór þarf að segja af sér

Haukur Arnþórsson tók saman:

Haukur Arnþórsson.

Kveiks-þátturinn í gær vekur upp ýmsar spurningar og gerir kröfur um breytingar á Íslandi. Ég ætla að nefna nokkur atriði:

  • 1. Setja þarf upp anti-spillingarstofnun sem rannsakar peningaþvætti, svik, mútur og aðra glæpi sem tengjast viðskipta- og atvinnulífi.
  • 2. Fella þarf kvótakerfið og taka upp uppboðsmarkað á kvóta til hæfilegs tíma. Þetta er krafa sem þjóðin gefur væntanlega ekki eftir, ekki síst eftir það sem á undan er gengið varðandi nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Nú er komið að því að takast á við kjarna breytinganna.
  • 3. Aðskilja þarf með einhverju móti stjórnmál og sjávarútveg, raunar einnig stjórnmál og landbúnað (sem verður ekki rætt hér meira). Það þýðir m.a. að kvótaúthlutanir og annað sem snýr að beinum framkvæmdarvaldsverkefnum vegna kvótans – verði alls ekki í höndum stjórnmálamanna.
  • 4. Aðskilnaður stjórnmála og sjávarútvegs snýr ekki síst að landsbyggðinni, en landsbyggðarþingmenn líta á sig sem málsvara sjávarútvegs og landbúnaðar og raða sér í atvinnulífsnefndir Alþingis og í ráðherrasæti sem varða þessa atvinnuvegi. Þetta verður best gert með því að landið verði eitt kjördæmi.
  • 5. Kristján Þór Júlíusson þarf að segja af sér sem sjávarútvegsráðherra.
Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: