- Advertisement -

Kristján Þór svara mér ekki

Kristján Þór landbúnaðarráðherra.

Jón Steindór Valdimarsson upplýsti á Alþingi í gær að Kristján Þór Júlíusson, sem einnig er landbúnaðarráðherra, vilji ekki svara fyrirspurn sem Jón Steindór hefur óskað eftir að fá svar við.

„Nýlega lagði ég fram fyrirspurn um stuðning við sauðfjárbú sem hæstvirtur landbúnaðarráðherra treysti sér ekki til að svara og bar því við að það væri óheimilt. Það gladdi mig því að sjá grein í Kjarnanum eftir Ólaf Arnalds þar sem hann greinir frá því að úrskurðarnefnd upplýsingamála hafi úrskurðað honum í vil en hann falaðist einmitt eftir upplýsingum af svipuðum toga.“

Næst sagði þingmaðurinn: Ég trúi því að hæstvirtur landbúnaðarráðherra muni vinda bráðan bug að því að svara fyrirspurn minni sem hann áður neitaði. Ég mun enn fremur óska eftir frekari upplýsingum um ráðstöfun styrkja í landbúnaði. Raunar hef ég hug á að beita mér fyrir lagasetningu um skyldu hins opinbera til að birta opinberlega gögn um alla þá sem njóta styrkja og ívilnana til atvinnusköpunar eða tiltekinna verkefna. Það er liður í því að auka traust og gagnsæi í samfélaginu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: