- Advertisement -

Kristján Þór stendur að einni stærstu hópuppsögn sögunnar

Þetta er ekki 48 daga kerfið sem okkur var lofað.

Vigfús Ásbjörnsson, formaður Hrollaugs, félags smábátasjómanna á Höfn, skrifar:

Nú stefnir í eina stærstu hópuppsögn sögunar og hún verður í boði sjávarútvegsráðherra. Trúlega munu um 600 strandveiðisjómenn fara á atvinnuleysisbætur ef veiðar verða stöðvaðar áður en ágúst verður liðinn og mun það bætast ofan á það atvinnuleysi sem nú þegar er orðið í landinu. Það liggur nokkuð ljóst fyrir að strandveiðimenn munu ekki fá mögulega 48 daga til veiða nema sjávarútvegsráðherra geri til þess nauðsynlegar ráðstafanir, sem hann getur auðveldlega gert ef hann bara hefði vilja til þess.

Eins og staðan er núna lítur út fyrir að einungis örfáir daga séu eftir til veiða í ágúst. Strandveiðimenn keppast við að ná í einhverja mögulega róðra allt kringum landið í allskonar aðstæðum til þess þó að ná einhverju inn á báta sína. Þetta er ekki 48 daga kerfið sem okkur var lofað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við í Smábátafélaginu Hrollaugi á Höfn krefjumst þess að sjávarútvegsráðherra gefi það út að allir fái sína 12 daga í ágúst því það stefnir í óefni sem hann getur komið í veg fyrir með viljann einan að vopni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: