„Að því sögðu er ég sammála þeirri gagnrýni að það sé lítil sanngirni í að sumir grásleppusjómenn fái nokkra daga en aðrir fái 30 eða 40 daga. Þetta er hins vegar fylgifiskur þess að haga veiðum með þessum hætti.“ Þetta má meðal annars lesa í Moggagrein eftir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.
Hann útilokar að endurskoða gildandi gráslepppukvóta.
„…hafa komið fram kröfur um að það þurfi samt að hækka heildarafla – þvert á vísindalega ráðgjöf. Slíkur málflutningur er að mínu mati óábyrgur,“ skrifar ráðherrann.
„Mín niðurstaða hefur á endanum verið að fylgja þeirri vísindalegu ráðgjöf sem sett hefur verið fram,“ skrifar hann.
„Varðandi næstu grásleppuvertíð hef ég beint þeim tilmælum til Hafrannsóknastofnunar að farið verði yfir, í samráði við sjómenn, öll þau gögn sem liggja til grundvallar ráðgjöfinni. Meðal annars til að endurmeta eldri aflatölur og skoða möguleika og forsendur fyrir aflaráðgjöf,“ skrifar hann og opnar á breytingar að ári.
„Með því að standa vörð um hina vísindalegu ráðgjöf er um leið verið að stuðla að því að íslenskur sjávarútvegur verði áfram burðarás í atvinnulífi Íslendinga og verðmætasköpun þjóðarinnar. Hér eru því ekki einungis í húfi hagsmunir fyrirtækja eða sjómanna, heldur samfélagsins alls,“ skrifar ráðherrann í Moggagreininni.