- Advertisement -

Kristján Þór skellir á grásleppukarlana

„Mín niðurstaða hef­ur á end­an­um verið að fylgja þeirri vís­inda­legu ráðgjöf sem sett hef­ur verið fram,“ skrifar sjávarútvegsráðherra.
Mynd: Skessuhorn.

„Að því sögðu er ég sam­mála þeirri gagn­rýni að það sé lít­il sann­girni í að sum­ir grá­sleppu­sjó­menn fái nokkra daga en aðrir fái 30 eða 40 daga. Þetta er hins veg­ar fylgi­fisk­ur þess að haga veiðum með þess­um hætti.“ Þetta má meðal annars lesa í Moggagrein eftir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.

Hann útilokar að endurskoða gildandi gráslepppukvóta.

„…hafa komið fram kröf­ur um að það þurfi samt að hækka heild­arafla – þvert á vís­inda­lega ráðgjöf. Slík­ur mál­flutn­ing­ur er að mínu mati óá­byrg­ur,“ skrifar ráðherrann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Mín niðurstaða hef­ur á end­an­um verið að fylgja þeirri vís­inda­legu ráðgjöf sem sett hef­ur verið fram,“ skrifar hann.

„Varðandi næstu grá­sleppu­vertíð hef ég beint þeim til­mæl­um til Haf­rann­sókna­stofn­un­ar að farið verði yfir, í sam­ráði við sjó­menn, öll þau gögn sem liggja til grund­vall­ar ráðgjöf­inni. Meðal ann­ars til að end­ur­meta eldri afla­töl­ur og skoða mögu­leika og for­send­ur fyr­ir aflaráðgjöf,“ skrifar hann og opnar á breytingar að ári.

„Með því að standa vörð um hina vís­inda­legu ráðgjöf er um leið verið að stuðla að því að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur verði áfram burðarás í at­vinnu­lífi Íslend­inga og verðmæta­sköp­un þjóðar­inn­ar. Hér eru því ekki ein­ung­is í húfi hags­mun­ir fyr­ir­tækja eða sjó­manna, held­ur sam­fé­lags­ins alls,“ skrifar ráðherrann í Moggagreininni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: