- Advertisement -

Kristján er táknmynd hinnar keyptu stjórnmálastéttar

Gunnar Smári skrifar:

Hið rétta er að kvótakerfið sem gat af sér erfðastétta sægreifa gróf undan tiltrú fólks á sjávarútvegi. Atvinnugreinin sem eitt sinn var tákn um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, hvernig hún gæti byggt upp traust samfélag með því að ná yfirráðum yfir auðlindum sínum, er nú tákn um hvernig þjóðin tapaði afli sínu í hendur örfárra manna sem nýta aflið nú stríði sínu gegn þjóðinni; til að svíkja undan skatti, svíkja sjómenn um hlutinn sinn, þröngva vilja sínum í gegnum þing og ríkisstjórn, herja á verkalýðshreyfinguna og samtök almennings, fjölmiðla og alla þá sem dirfist að gagnrýna þjófnaðinn. Og Kristján sjálfur er táknmynd hinnar keyptu stjórnmálastéttar, situr á þingi og ráðuneytis, án nokkurs stuðnings almennings en með blessun og velþóknun sægreifanna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: