- Advertisement -

KREPPAN: Sveitarfélögin hefði átt að undirbúa sig

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir:
Hvar eiga sveitarfélögin að skera niður?

„Í þessari sjö ára hagvaxtarsveiflu hefðu sveitarfélögin átt að geta undirbúið sig, það getur enginn búist við því að slíkur hagvöxtur haldi áfram endalaust,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og sveitastjórnarráðherra, um bága stöðu margra sveitarfélaga og vanda þeirra við að standa undir rekstri. Þar með lögbundnum verkefnum. „Það er ljóst að við höfum í sjö ár verið á hagvaxtarskeiði. Jöfnunarsjóður er til að jafna ólíka stöðu sveitarfélaga en hún er mjög ólík í þeim tæplega 80 sveitarfélögum sem eru á landinu,“ sagði ráðherrann.

Það var Albertína Friðbjörg Elíasdóttir Samfylkingu sem spurði ráðherrann. „Hvar eiga sveitarfélögin að skera niður? Ekki má skera niður lögbundna þjónustu en sú ólögbundna er ekki síður samfélagslega mikilvæg og má þar nefna m.a. tónlistarskóla, íþrótta- og menningarmál og ýmsa mikilvæga félagsþjónustu.“

Albertína Friðbjörg: „Mun ríkisstjórnin t.d. styðja sveitarfélögin í að bæta í framkvæmdir, til að mynda með því að framlengja endurgreiðslu virðisaukaskatts til sveitarfélaga vegna framkvæmda viðhaldsverkefna? Mun ríkisstjórnin styrkja sveitarfélögin í að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá? Þá má ekki gleyma því að það virkaði vel í síðasta hruni að nýta uppbyggingarsjóði landshlutanna til að skapa ný og fjölbreytt störf um allt land. Mun ríkisstjórnin bæta fjármagni í sóknaráætlanir og uppbyggingarsjóði landshlutanna?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ráðherrann hélt áfram þar sem frá var horfið: „Það er mjög mikilvægt að sveitarfélögin geti staðið undir lögbundinni nauðsynlegri þjónustu, jafnvel þó að við séum í dýpstu kreppu í 100 ár. Við megum ekki gleyma því að það er staðan. Það er ekkert óeðlilegt að sveitarfélögin, eins og allir aðrir í samfélaginu, verði fyrir áföllum þess vegna. En það er mismunandi hvernig þau geta tekist á við þann vanda. Við erum að reyna að greina verkefnin og það skýrist á næstu dögum hvernig það kemur út.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: