- Advertisement -

Krefjast þess að stjórnvöld standi við loforðin

Ályktun frá aðalfundi Hagsmunaamtaka heimilanna:

Enn fremur lofaði fjármálaráðherra…

„Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna á árinu 2021 var haldinn 23. febrúar síðastliðinn. Fyrir hönd félagsmanna og sem æðsta vald í málefnum samtakanna ályktaði fundurinn eftirfarandi:

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna lýsir því yfir að ekki komi til greina að selja ríkisbankana, hvorki að hluta né öllu leyti, fyrr en Alþingi hafi séð til þess að farið verði ofan í saumana á þeirri meðferð sem heimilin máttu þola í kjölfar bankahrunsins af hálfu fjármálafyrirtækja og stjórnvalda, með því að láta gera Rannsóknarskýrslu heimilanna. Hagsmunasamtök heimilanna fóru fyrst í mars á síðasta ári fram á að þak yrði sett á verðtryggingu lána heimilanna til að vernda þau fyrir áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Þeirri beiðni var mætt af fálæti og fjármálaráðherra fullyrti ítrekað að verðbólga myndi ekki fara fram úr verðbólgumarkmiði. Enn fremur lofaði fjármálaráðherra því að ef svo færi yrði gripið til aðgerða. Nú hefur þetta gerst og Hagsmunasamtök heimilanna reynst sannspá. Samt bólar ekkert á þeim vörnum sem lofað var.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna skorar á stjórnvöld að standa við það loforð sem þau gáfu við upphaf heimsfaraldursins um að bregðast við ef verðbólga færi á flug í kjölfarið og vernda heimilin fyrir áhrifum þess á verðtryggðar skuldbindingar þeirra. Það er fráleitt að skuldir heimilanna hafi hækkað vegna veiru frá fjarlægri heimsálfu sem þau bera enga ábyrgð á. Við krefjumst þess að stjórnvöld standi við loforð sín og leiðrétti þá hækkun!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: