- Advertisement -

„Kranablaðamennska“ í leiðurum Fréttablaðsins

Menn skrúfa frá í Viðskiptaráði og það frussast út í leiðurum hans.

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ritstjóri, er ósáttur við skrif Harðar Ægissonar í Fréttablaðinu. Og er ekki einn um það. Össur skrifar.

Hörður Ægisson, „star-reporter“, nú á Fréttablaðinu, leiðarahöfundur með meiru, sér ofsjónum yfir því að Sólveig Anna, formaður Eflingar, berjist með oddi og sleggju fyrir því að láglaunakonur sem sumar eiga ekki málungi matar í mánaðarlok, fái 40 þúsund króna hækkun á mánuði yfir þriggja ára tímabil.

Hann skrifar hvern leiðarann á fætur öðrum gegn málflutningi hennar. Þetta er ein tegund af „kranablaðamennsku“. Menn skrúfa frá í Viðskiptaráði og það frussast út í leiðurum hans. Í morgun skrifar hann enn einn leiðarann sem augljóslega heggur í sama knérör (orðalag Stefáns Kárapabba).

Þú gætir haft áhuga á þessum

Leiðarinn ber hinn stórbrotna titil: „Skemmdarverk“. Hörður, sem virðist stundum vera að hrökkva af hjörum í ofsa leiðaraskrifanna, er greinilega kominn með Eflingu og Sólveigu Önnu á heilann. Á grænum grundum Austur-Anglíu þar sem ég bjó um hríð var þetta kallað „mobbing.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: