Efling: Leiðrétting fyrir lægst launuðu starfsstétt landsins er spurning um réttlæti og að fólk geti lifað af því sem borgin greiðir þeim fyrir fulla vinnu. Krafan er hófstillt og ætti ekki að koma neinu eða neinum úr jafnvægi. Útúrsnúningur um kapp milli láglaunastétta er til marks um örvæntingu, því við þessari kröfu er ekki til nema eitt svar: Að samþykkja hana!