Katrín Oddsdóttir skrifar:
Umhverfi Ég þakka falleg skilaboð sem þér hafa borist eftir viðtal á Samstöðinni í gær. Ég kann að meta hvernig þessi fjölmiðill leyfir fólki að tala saman lengi, en ekki í því eilífa stressi sem víða fyrirfinnst og gerir umræður stundum of yfirborðskenndar.
Á þeim nótum er hér lengri bútur úr þessu blessaða viðtali þar sem ég rakti það sem mér finnst um sjókvíaeldi og stjórnsýsluna okkar sem bregst kerfisbundið í þeim málaflokki.
Það er gaman að segja frá því að við á Rétti lögmannsstofu lögðum fram lögbannsbeiðni til Sýslumannsins á Ísafirði í dag fyrir hönd landeigandans á Sandeyri, þar sem nú stendur til að menga algjörlega óspillta náttúruperlu við Snæfjallaströnd.
Okkur ber skylda að mínu mati til að gera allt sem við getum til að koma náttúrunni úr klóm þessarar eldisútbreiðslu sem mér finnst stundum minna á krabbamein í útbreiðslu um íslenska firði.
Megi okkur auðnast að bjarga Sandeyri.