- Advertisement -

Kostulegur útúrsnúningur Katrínar

„Ríkistjórnin hefur einmitt komið sér í miðpunkt komandi kjaraviðræðna með hátterni sínu gagnvart þeim sem minsnt mega sín,“ segir Guðmundur Gunnarsson.

Guðmundur Gunnarsson.

„Svör forsætisráðherra í þessu viðtali eru hreint út sagt kostulegur útúrsnúningu. Síðustu ríkistjórnir hafa skipulega eyðilagt markmið síðustu kjarasamninga með þvi að hrifsa til sín allan árangur með einhliða breytingum á skattkerfinu og eftir stendur fólkið á lægstu töxtunum, ásamt eldri borgunum og öryrkjum,“ skrifar Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.

„Ríkistjórnin er sannarlega ekki stikkfrí eins og Katrín heldur fram. Ríkistjórnin hefur einmitt komið sér í miðpunkt komandi kjaraviðræðna með hátterni sínu gagnvart þeim sem minnst mega sín og að samþykkja forsendur Kjararáðs. „Forsætisráðherra leysti engan vanda með því að leggja Kjararáð niður, hækkun lágmarkslauna mun taka mið af þeim forsendum sem nýttar voru við hækkun launa ráðherra og þingheims.“

Tekið af Facebooksíðu Guðmundar. Fyrirsögnin er Miðjunnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Forsætisráðherra leysti engan vanda með því að leggja Kjararáð niður, hækkun lágmarkslauna mun taka mið af þeim forsendum sem nýttar voru við hækkun launa ráðherra og þingheims.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: