Samfélag
„Eðli málsins samkvæmt þá kostar gríðarlegt fé að fjármagna aukinn ójöfnuð. Á Íslandi er almenningur látinn greiða fyrir aukinn ójöfnuð með kerfi sem almennt er kallað kvótakerfið. Vegna þess að stjórnmálin hafa ekki viljað taka rentuna af Samherjum sínum er almenningur neyddur til að fjármagna fámenna auðklíku. Vegna þess að rentan er ekki tekin af þeim nota þeir hana bara til að fjármagna stríð gegn hagsmunum almennings. Skattur á ofurauð er skattur til varnar lýðræðinu,“ skrifaði Atli Þór Fanndal.
„Hagrannsóknir sf er að fullu í eigu Ragnars Árnasonar og Birgis Þórs Runólfssonar, sem jafnframt eru skráðir höfundar skýrslunnar[99bc3e]. Niðurstaða þeirra er í stuttu máli að hækkun veiðigjalds muni auka tekjur ríkissjóðs til skamms tíma en valda lækkun þeirra til lengri tíma litið. Einnig draga úr hagvexti og þar með landsframleiðslu bæði í bráð og lengd. Þessar niðurstöður segja þeir félagar vera reistar á beitingu „þekktra hagfræðilegra niðurstaðna sem of langt mál er að rekja ýtarlega“. Sagt með öðrum orðum: Höfundar fullyrða að þeir séu aðeins að segja almenn tíðindi og biðja lesandann auðmjúklega að treysta sér til að fara rétt með varðandi fullyrðingar um „þekktar hagfræðilegar niðurstöður“. Því miður standast þeir ekki prófið því skýrslan er uppfull af rangfærslum og röngum fullyrðingum auk þess sem veigamiklar ályktanir byggja á afar hæpnum forsendum.“