Fréttir

Kostar 127 þúsund að fara í viðtal

By Miðjan

May 26, 2014

Fjölmiðlar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vestubyggðar, segir á Facebook-síðu sinni að Frjáls verslun hafi boðið henni að vera þátttakandi í „veglegu afmælisriti“ um áhrifamestu konurnar á Íslandi. „Það kostar reyndar 127 þús plús vsk! Svo get ég líka keypt opnu-hafi ég áhuga!!! Er það virkilega málið að konur þurfi að kaupa sér umfjöllun í blaði sem þessu??!! Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að ég afþakkaði pent enda finnst mér þetta hrein móðgun við konur,“ skrifar Ásthildur.