Þjóðin valdi Guðna langt um fremur en líklega minnst sjarmerandi forsetaframbjóðenda sögunnar.
Gunnar Smári skrifar:
Það er eiginlega vonlaust að lesa nokkuð í þessi úrslit kosninganna. Styrkleikamunur á frambjóðendum var ævintýralegur. Annars vegar maður sem ekki er hægt að segja neitt slæmt um og hins vegar maður með alla þá ókosti sem leggja má á einn mann. Getur Guðni Th. tekið þessi úrslit og sagt sem svo að þjóðin hafi gefið honum ríkt umboð til að gera eitthvað sérstakt við þetta embætti? Sem góður hluti kosningabaráttu fyrir forsetakosningar fer í að velta fyrir sér hvaða tilgang hafi? Ég veit ekki, þjóðin valdi Guðna langt um fremur en líklega minnst sjarmerandi forsetaframbjóðenda sögunnar. Enginn sem þekkti til Guðmundar var tilbúinn að mæla með honum. Hvað merkir að vera valinn fram yfir slíkan mann. Tilraunir heitra stuðningsmanna Guðna Th. til að mála Guðmund Franklín sem ógn við lýðræðið og samfélagið voru aldrei trúverðugar. Þessar kosningar voru ekki um neitt og það er ekki hægt að draga af þeim neinar ályktanir. Þær voru tímasóun og afspyrnu leiðinlegar. Ég vona að ég verði búin að gleyma þeim á morgun og vona ykkar vegna að þið þurfið aldrei að hugsa til þeirra framar.