- Advertisement -

Kosningabarátta gegn auðugum flokkum sem hafa mokað til sín ríkisstyrkjum

Gunnar Smári:

„Af þessu sést að Sósíalistaflokkurinn er á leið í kosningabaráttu gegn vellauðugum flokkum sem hafa safnað upp sjóðum með ríkisstyrkjum sem þeir skammta sér sjálfir.“

Sláandi frétt í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins um hvernig stjórnmálaflokkarnir hafa safnað sjóðum byggðum á ríkisstyrkjum sem þeir veita sjálfum sér. Ef við bætum ríkisstyrkjunum 2020 og 2021 ofan á sjóði flokkanna í árslok 2019 þá má reikna með að kosningasjóðir flokkanna séu um það bil þessir:

Sjálfstæðisflokkur: 454,3 m.kr.
VG: 298,7 m.kr.
Samfylkingin: 274,6
Miðflokkur: 242,9
Framsókn: 182,2
Píratar: 179,6
Flokkur fólksins: 177,8
Viðreisn: 131,2
Samtals: 1.941,4 m.kr.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í fréttum RÚV kom fram að Sósíalistaflokkurinn átti um 3,7 m.kr. í sjóði í árslok 2019 og í frétt á vef flokksins kemur fram að sjóðir flokksins í árslok 2020 voru 7,5 m.kr., þar af voru 2,6 m.kr. varðveittar innan styrktarsjóðs Vorstjörnunnar, sem styrkir hagsmuna- og frelsisbaráttu hópa sem ekki hafa efni á reka sína baráttu. Sjóðir flokksins sjálfs voru því um 4,9 m.kr. í árslok 2020. Með tekjum ársins má reikna með að afl Sósíalista í kosningunum verði vel innan við 10 m.kr.

Af þessu sést að Sósíalistaflokkurinn er á leið í kosningabaráttu gegn vellauðugum flokkum sem hafa safnað upp sjóðum með ríkisstyrkjum sem þeir skammta sér sjálfir. Fyrir utan þessa styrki greiðir Alþingi yfir þrjátíu aðstoðarmönnum flokkanna laun, fólk sem mun allt sinna kosningabaráttu flokkanna fram að kosningum. Í ljósi þessa aflsmunar er magnað að Sósíalistar eru að mælast með meira fylgi en sumir þessara flokka og með helming af fylgi flokka sem 25-30 sinnum meira fjárhagslegt bolmagn.

Þetta verður því barátta Davíðs við Golíat, ekki einn heldur átta stykki af því trölli.

Þau sem vilja styrkja Sósíalistaflokkinn í baráttu við ríkisstyrktu flokkana geta gert það hér: https://sosialistaflokkurinn.is/styrkja/


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: