Fréttir

Konur eru með tvöfalt meiri menntun en þriðjungi lægri laun

By Miðjan

July 22, 2014

Vestfirðir Mun fleiri konur en karlar hafa lokið grunnháskólanámi samkvæmt viðhorfskönnun sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða framkvæmdi í október á síðasta ári. Alls tóku 332 einstaklingar þátt í könnuninni. 22 prósent kvenna höfðu lokið grunnháskólanámi eða aðeins tíu prósent karla. Þrátt fyrir það eru heildarlaun kvenna, samkvæmt könnuninni, um 63 prósentum lægri en karla. Ekki var spurt hvaða háskólapróf um væri að ræða, en samkvæmt skýrsluhöfundum getur ein skýringin verið sú að meirihluti kvenna sé með háskólapróf í grunnskólakennslu þar sem laun eru almennt lægri en hjá einkareknum fyrirtækjum.

Þetta kemur fram á vef bb.is, sjá nánar hér.