Fréttir

Konum ógnað af útlendum körlum í ökunámi: „Þeir líta niður á konur“

By Ritstjórn

May 12, 2022

„Þó að maður sé kannski hræddur við að segja það þá er þetta eigin­lega mest bundið við út­lendinga. Við verðum sér­stak­lega vör við þetta frá löndum þar sem menningin er þannig að konur eru skörinni lægra í stiganum heldur en karl­menn. Þeir líta á niður á konur, sér­stak­lega ef þær eru að segja þeim eitt­hvað sem þeim líkar ekki,“ segir Svan­berg Sigurgeirsson, deildarstjóri ökuprófa hjá Frumherja, í samtali við Fréttablaðið.

Borið hefur á því að erlendir fullorðnir karlmenn sem stunda ökunám hérlendis hafi verið með ógnandi tilburði við konur í ökunáminu. Eftirlitsmyndavélar sýna að litlu hafi oft munað að ráðist hafi verið á kvenkyns prófdómara og þess vegna hafi öryggishnappar verið teknir í notkun í bílunum. „Við höfum þurft að hringja á lög­reglu,“ segir Svanberg og bendir á að tilvikin hafi aðallega snúið að körlum frá löndum þar sem konur eru settar skör lægra en karlar.

„Sem betur fer hefur ekki verið gerð nein árás en það hafa verið mjög ógnandi til­burðir þar sem fólk hefur verið hrætt,“ segir Svan­berg að lokum.