Gunnar Smári skrifar:
Ef þetta yrði úrslit kosninga myndi þingheimur skiptast svona (innan sviga er breyting frá kosningum:
- Sjálfstæðisflokkur: 14 þingmenn (–2)
- Framsókn: 8 þingmenn (–2)
- VG: 9 þingmenn (–2)
- Ríkisstjórnin: 31 þingmaður (–6)
- Samfylkingin: 10 þingmenn (+3)
- Píratar: 9 þingmenn (+3)
- Viðreisn: 6 þingmenn (+2)
- Stjórnarandstaða frá miðju: 25 þingmenn (+8)
- Miðflokkur: 6 þingmenn (–1)
- Flokkur fólksins: 3 þingmenn (–1)
- Stjórnarandstaða frá hægri: 9 þingmenn (–2)
Það er ekki að sjá að vaxandi umræða um 3ja orkupakkann hafi mikil áhrif á fylgi flokkanna. Frá síðustu könnun MMR fyrir þremur vikum hefur fylgið breyst svona:
- Sósíalistaflokkur: +1,4 prósentustig
- Viðreisn: +1,4 prósentustig
- VG: +1,3 prósentustig
- Píratar: +0,1 prósentustig
- Flokkur fólksins: +0,1 prósentustig
- Miðflokkur: 0,0 prósentustig
- Samfylkingin: –0,2 prósentustig
- Framsókn: –1,4 prósentustig
- Sjálfstæðisflokkur: –2,3 prósentustig
Þetta er allt breytingar innan vikmarka og því má draga þær saman í: Engar breytingar – þótt freistandi væri að skrifa: Sósíalistar vinna mest á
Frá kosningum hafa fylgissveiflur verið þessar, samkvæmt þessari könnun:
- Sjálfstæðisflokkur: –5,2 prósentustig
- Framsókn: –0,9 prósentustig
- VG: –3,5 prósentustig
- Ríkisstjórnin: –9,6 prósentustig
- Samfylkingin: +2,0 prósentustig
- Píratar: +4,2 prósentustig
- Viðreisn: +2,5 prósentustig
- Stjórnarandstaða frá miðju: +8,7 prósentustig
- Miðflokkur: –1,7 prósentustig
- Flokkur fólksins: –1,8 prósentustig
- Stjórnarandstaða frá hægri: –3,5 prósentustig
- Sósíalistaflokkurinn: +4,2 prósentustig
Það eru því ríkisstjórnarflokkarnir sem hafa tapað fylgi og stjórnarandstaðan til hægri en miðjuflokkarnir og sósíalistar hafa aukið við fylgi sitt. Annað er ekki að frétta.