- Advertisement -

Kominn langt út fyrir öll velsæmismörk

Kristján Þórður Snæbjarnarson.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, varaforseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambandsins, er meðal þeirra sem fordæma Icelandair vegna uppsagna flugfreyja og flugþjóna.

„Nú er forstjóri Icelandair augljóslega kominn langt út fyrir öll velsæmismörk. Samkvæmt nýjustu fréttum á að finna „aðrar leiðir“. Ég fæ ekki betur séð en að stjórnendur fyrirtækisins séu að reyna að stimpla þetta fyrirtæki út, hrinda innlendum fjárfestum frá sér en siðferðisleg viðmið, að virða kjarasamninga og skipulag vinnumarkaðar þarf að vera grundvallaratriði ætli lífeyrissjóðir t.d. að fjárfesta áfram í fyrirtækinu. Það er hreint út sagt til háborinnar skammar að fyrirtækið ætli nú; „..að leita annarra leiða/viðsemjenda“.“

Síðan segir Kristján Þórður:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Nú skiptir samstaða launafólks lykilmáli! Við látum ekki fyrirtækin komast upp með að brjóta á réttindum launafólks. Þarna er lægstlaunaði hópurinn sem starfar um borð í flugvélum. Það þarf að stokka upp í efsta lagi fyrirtækisins!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: