Gunnar Smári skrifar:
Til hvers er verið að ræða við fólk í fréttum sem snýr upp á sannleikann svo hann þjóni skammtímahagsmunum þeirra sem borga þeim launin.? Hagsmunasamtök fjármagns- og fyrirtækjaeigenda eru ekki lýðræðisleg félög eins og verkalýðsfélög eða önnur samtök almennings. Málpípur þessara samtaka vinna við að halda fram sérhagsmunum, sem oftar en ekki (og örugglega í þessu tilfelli) ganga þvert á almannahagsmuni. Það hefur fengið að ganga allt of langt og lengi að fjármagns- og fyrirtækjaeigendur fái að menga almenna umræðu með uppivöðslusemi sinni. Það á að gera þá kröfur til fjölmiðla, og allra helst til Ríkisútvarpsins, að þeir haldi senditíkum fjármagns- og fyrirtækjaeigenda frá umfjöllun um alvarleg málefni. Við þurfum að fá næði fyrir þeim til að geta tekið vitræna afstöðu til mála.