- Advertisement -

Koma svo sjávarútvegsráðherra

Álfheiður Eymarsdóttir.

„Nú er kominn 15.apríl. Það hefur ekkert heyrst um fyrirkomulag strandveiða en vertíðin hefst eftir 18 daga,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir verðandi oddviti Pírata í Suðurkjördæmi.

„Það virðast allir eiga rétt á „fyrirsjáanleika“ nema litlu útgerðirnar. Það virðist í lagi að endurhanna umgjörð strandveiða kortér í vertíð ár eftir ár.

Ég minni á að auðveldlega er hægt að sætta sjónarmið þeirra sem vilja frjálsar handfæraveiðar og þeirra sem vilja þær í belti, axlabönd og spennitreyju.

48 fastir dagar á bát í sumar. Ekkert stopp. Gerum þessa tilraun! Jafnræði, öryggi og nýliðun.

Það er óþolandi að minnstu fyrirtækin og einyrkjar fái ekki sjálfsagt athafnafrelsi -á meðan aðrir fá fyrirsjáanleika, niðurgreiðslur og styrki frá skattgreiðendum.

Þetta eru okkar umhverfisvænustu veiðar. Það er ekki veiðigeta til að eyðileggja nokkurn stofn. Fer vel með hafsbotninn, styrkir heimabyggðir, fiskmarkaði og sjálfstæðan atvinnurekstur í héraði.

Koma svo, fara út með stæl sjávarútvegsráðherra.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: