- Advertisement -

Kolvitlaus rök

Marinó G. Njálsson:

Það er því alltaf ávinningur af því að rafvæða bílaleigubíla, alveg eins og það leiðir alltaf af sér lægri verðbætur að greiða inn á höfuðstól verðtryggðra lána!

Einu sinni skrifaði maður, sem ætlaði að slá um sig, að verðbólga æti upp inn á greiðslur á verðtryggð lán og því væri það sóun á peningum. Þetta er náttúrulega kolvitlaust, þar sem verðbæturnar hefðu orðið enn þá hærri, ef ekki hefði verið greitt aukalega inn á höfuðstól lánanna.

Nú sé ég að annar maður heldur því fram, að fjölgun ferðamanna muni þurrka út ávinning af rafvæðingu bílaleigubíla á kolefnislosun. Aftur eru rökin kolvitlaus, þar sem kolefnislosunin yrði enn hærri væri ekki farið í rafvæðingu bílaleigubíla, því ferðamenn velta ekkert fyrir sér áður en ákveðið er að ferðast til Íslands hvort bílaleigubílum sem ganga fyrir rafmagni hefur fjölgað eða ekki.

Fjölgun ferðamanna er eins og verðbólgan og verðbæturnar eins og útblástur bílaleigubíla. Útblásturinn eykst, ef bílaleigubílum, sem ganga fyrir jarðefniseldsneyti fjölgar, en með hverjum rafvæddum bílaleigubíl dregur úr útblæstri. Það er því alltaf ávinningur af því að rafvæða bílaleigubíla, alveg eins og það leiðir alltaf af sér lægri verðbætur að greiða inn á höfuðstól verðtryggðra lána!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Greinina birti Marinó fyrst á eigin Facebooksíðu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: