- Advertisement -

Kolsvört fjárhagsstaða Reykjavíkur

Skammtímaskuldir eru í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið hærri en handbært lausafé, sem er ávísun á aukningu dráttarvaxta.

Kolbrún Baldursdóttir.

Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir að borgarsjóður taki lán fyrir allt að 21.000 m.kr. Gert er ráð fyrir að lántakan verði framkvæmd með stækkun á virkum skuldabréfaflokkum borgarsjóðs eða með öðrum hætti sem álitinn er hagkvæmur út frá markaðsaðstæðum. Það er ekki grín hvernig komið er í fjármálum borgarinnar,” bókaði Kolbrún Baldursdóttir í borgarráði.

Flokkur fólksins bókaði við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2023-2027 eftirfarandi: Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er kolsvört. Árshlutauppgjörið sýnir verri stöðu en von var á. Það er ekkert eftir upp í fjárfestingar og afborganir lána. Veltufé frá rekstri í A-hluta er rúmar 800 milljónir af 111 milljarða tekjum eða 0,8%. Það þyrfti að vera 10 sinnum hærra til að vera ásættanlegt. Skammtímaskuldir eru í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið hærri en handbært lausafé, sem er ávísun á aukningu dráttarvaxta. Á tímabilinu 2021-2023 er aukning langtímaskulda um einn milljarður króna á mánuði.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: