- Advertisement -

Kolkrabbinn kominn á fætur

- kaflar úr útttekt á stöðu fjárfesta í upphafi árs 2008.

„Það er klárt að við þurfum að koma í veg fyrir að hér verði harkalegur samdráttur í hagkerfinu,“ sagði Bjarni Benediktsson.

„Það er klárt að við þurfum að koma í veg fyrir að hér verði harkalegur samdráttur í hagkerfinu,“ segir Bjarni Benediktsson. „En verði samdráttur hér má minna á að íslenska hagkerfið hefur sýnt sig að vera mjög sveigjanlegt. Það gefur okkur vonir um að geta risið tiltölulega hratt upp úr slíku. Við höfum auðvitað verið á ótrúlegu flugi undanfarin ár og kaupmáttur hefur vaxið gríðarlega síðastliðinn rúman áratug. Við þurfum ef til vill að koma aðeins niður á jörðina núna og gera okkur grein fyrir því að svona getur þetta ekki alltaf gengið.“

Þetta er tilvitnun í viðtal við Bjarna Benediktsson, núverandi forsætisráðherra, í tímaritinu Mannlífi, snemma árs 2008. Fyrirsögn viðtalsins var: Kolkrabbinn kominn á fætur.

Þar segir einnig: Engeyingarnir, sem voru hluti Kolkrabbans, eru sagðir varfærnir, íhaldssamir í fjárfestingum og það skili sér núna. „Ég vil ekki andmæla því og er sáttur við að við séum metnir þannig. Það er samt ekki langt síðan við vorum í talsverðri áhættu. Eign okkar í Glitni var t.d. að hluta skuldsett. Kaupin á Olíufélaginu voru líka skuldsett en ég er mjög rólegur yfir því,“ segir Bjarni Benediktsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og eins þetta: „Ég lít á það sem forgangsatriði hjá okkur að lækka vexti. Gera verður hvaðeina sem þarf til að skapa svigrúm fyrir vaxtalækkun. Það er líka mikilvægt á óvissutímum að það komi skýrar línur frá stjórnvöldum um þær aðgerðir sem gripið verður til, til að stýra okkur út úr aðsteðjandi vanda. Það er ekkert öðruvísi hér en annars staðar, við sjáum t.d. hvað stjórnvöld í Bandaríkjunum eru mikið í umræðunni vegna viðbragða við undirmálslánavandanum,“ segir Bjarni.

Hér er viðtalið í heild


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: