Stjórnmál

Kolbrún vill í forystu í Mosó

By Ritstjórn

December 06, 2021

Kolbrún Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir fyrsta sæti á lista flokksins, í komandi sveitarstjórnarkosningum. Haraldur Sverrisson, núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri, sækist ekki eftir endurkjöri.

Kolbrún skrifaði:

„Kæru vinir,

Nú eru sveitarstjórnarkosningar framundan og hef ég ákveðið að bjóða mig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Ég hef setið í bæjarstjórn frá árinu 2014 og er nú varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar. Ég er vel menntuð og er að ljúka námi í Stjórnun menntastofnana en eins og margir vita þá brenn ég fyrir skólamálum og skólaþróun.

Ég hef mikla þekkingu og reynslu af sveitarstjórnarmálum og mun beita mér af öllu afli við að leiða Mosfellsbæ til framtíðar. Ég er kraftmikill og duglegur bæjarfulltrúi og elska að vinna með góðu fólki að málefnum Mosfellsbæjar. Okkar bíða fjölmörg tækifæri í allri þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað í bæjarfélaginu á undanförnum árum. Mosfellsbær er samkvæmt könnunum það bæjarfélag þar sem ánægjan hefur mælst hvað mest á meðal bæjarbúa. Það gerist ekki af sjálfu sér.

Kæru vinir, ég óska eftir stuðningi ykkar í þeirri prófkjörsbaráttu sem framundan er. Höldum áfram að gera góðan bæ betri.“