Stjórnmál

Kolbrún vill láta fjarlægja séra Friðrik

By Miðjan

November 06, 2023

Kolbrún Baldursdóttir, Flokk fólksins í borgarstjórn, lagði til í borgarráði að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni presti og æskulýðsleiðtoga verði fjarlægð af þeim stað þar sem hún nú stendur.

Kolbrún segir að umfjöllun um meint kynferðisbrot séra Friðriks, í nýrri bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings, um ævi og störf prestsins sem stofnaði Val, Hauka og KFUM á Íslandi gerir það að verkum að hún telji að fjarlægja eigi styttuna úr augsýn almennings.