- Advertisement -

Kolbrún vill aftur á þing

„Já, ég hef ákveðið að gefa kost á mér til starfa í stjórnmálum á ný. Í dag rennur út frestur til að skrá sig til liðs við VG í Kraganum, og taka þátt í vali á lista flokksins þar. Ég yrði afar þakklát fyrir ykkar stuðning við framboð mitt,“ skrifar Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, á Facebook.

Kolbrún sat á þingi fyrir Vg í áratug. Frá 1999 til 2009. Hún var umhverfisráðherra á síðasta ári sínu á þingi.

Kolbrún sækist eftir öðru sæti listans. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður og umhverfisráðherra, og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður og læknir, sækjast báðir eftir fyrsta sæti listans.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: