Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram nokkrar spurningar í lok ágúst. Henni hefur ekki verið svarað.
Hún skrifar:
„Þessar fyrirspurnir voru lagðar fyrir 30. ágúst en ekkert svar hefur fengist enn hjá Félagsbústöðum:
- a) Hversu margar íbúðir losnuðu hjá Félagsbúðstöðum á síðasta ári?
- b) Hver er ástæðan fyrir því að þær losna?
- c) Hversu langur tími líður að meðaltali frá því að íbúð losnar og þar til að hún er leigð út aftur?
- d) Hve margar íbúðir eru lausar núna (ágúst/september) hjá Félagsbústöðum
- e) Hvenær fara þær íbúðir sem eru lausar núna í útleigu?“
Þú gætir haft áhuga á þessum