- Advertisement -

Kolbrún segir Dag neita að leysa kjaradeiluna

Flokkur fólksins styður kröfur Eflingar heilshugar. Lyfta þarf botninum með séraðgerð.

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi:
Samfylkingin kynnti sig sem flokkur jöfnunar en fátt minnir á jöfnun við þann flokk lengur.

„Borgarstjóri getur á einu augabragði ákveðið að leysa þessa kjaradeilu. Hann neitar að gera það þrátt fyrir vandræðaástand í borginni. Velta má fyrir sér í þessu sambandi hvort borgarstjóri sé með nægjanlega hæfa ráðgjafa sér til handa?“

Þetta sagði Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, á borgarstjórnarfundi. „Fólk er farið að gera sér grein fyrir að lyfta þarf botninum enda útilokað að lifa á þeim launum sem ófaglærðu starfsfólki Eflingar er ætlað að lifa á. Endurmeta þarf sérstaklega störf er snúast um umönnun barna, aldraðra og sjúkra og hækka laun þessara stétta sérstaklega. Það er öllum ljóst að séraðgerða þarf til ef bæta á jöfnuð. Samfylkingin kynnti sig sem flokkur jöfnunar en fátt minnir á jöfnun við þann flokk lengur. Flokkur fólksins styður kröfur Eflingar heilshugar. Lyfta þarf botninum með séraðgerð,“ sagði Kolbrún.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: