Gunnar Smári skrifar:
Kannski má ráðleggja öllum þeim sem bjóða sig fram í forvali VG að aðgreina sig frá forystunni sem dró flokkinn til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, það er enn fólk þar sem atkvæðarétt sem finnst það niðurlægjandi fyrir vinstri flokk að framlengja völd og ríkjandi stefnu Bjarna Benediktssonar. Ekki byrja aðsendar greinar ykkar svona: „Guði, Óðni og öllum vættum sé lof fyrir að Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í faraldri sem lamar alla heimsbyggðina.“
Grasrót VG í suðri launaði Kolbeini þessi orð með því að slá hann út af þingi.