Kolbeinn ósáttur við verkalýðinn
- segir forystu hans vilja taka ákvarðanir sem „handhafar löggjafarvaldsins“ eigi að taka.
„Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar er fyrst og fremst að semja um kaup og kjör félagsmanna. Það er ekki í hennar höndum að taka ákvarðanir sem er okkar alþingismanna að taka sem handhafa löggjafarvaldsins.“
Gylfi Ingvarsson, fyrrverandi formaður Hlífar í Hafnarfirði bendir á að þetta hafi
Kolbeinn Óttarsson Proppé sagt í Mannlífi. Gylfi skrifar:
„Það vorum við launþegar sem sömdum um lífeyrissjóði við viðsemjendur okkar, sem við tökum síðan út við 67 eða 70 ára aldur. Ef taka á alþingismanninn á orðinu þá er það ekki hlutverk alþingismanna að rýra umsamdar greiðslur sem við sömdum um til efri ára með að setja jaðarskatt á okkur með skerðingu á greiðslum frá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum okkar. Lífeyrissjóðir okkar launamanna á almennum markaði eru ekki orðnir það þroskaðir að við sem erum komin á lífeyri lifum af þeim. Jaðarskattur á okkur er líkleg brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og því ber að afnema skerðingar og á móti á að setja á þrepaskiptan tekjuskatt. Skilið skerðingunni aftur til okkar.“